Öryggi í hestamennsku

26.05.2009
Að gefnu tilefni viljum við brýna fyrir hestamönnum að hafa öryggið í fyrirúmi í hestamennskunni og yfirfara reiðtygi reglulega. Ágúst Hafsteinsson hestamaður var ásamt konu sinni og tveim dætrum, 8 og 9 ára, í reiðtúr þegar önnur dóttir hans verður fyrir því óhappi að hrossið hnýtur framfyrir sig. Að gefnu tilefni viljum við brýna fyrir hestamönnum að hafa öryggið í fyrirúmi í hestamennskunni og yfirfara reiðtygi reglulega. Ágúst Hafsteinsson hestamaður var ásamt konu sinni og tveim dætrum, 8 og 9 ára, í reiðtúr þegar önnur dóttir hans verður fyrir því óhappi að hrossið hnýtur framfyrir sig.
Í fallinu missir stelpan jafnvægið og dettur af baki en annar skór stelpunnar hafði fests inn á milli teinanna í öryggisístaðinu, sem eru ætluð sérstaklega fyrir börn, og  hún dregst því á eftir hrossinu þangað til hún losnar úr skónum.
Mikilvægt er að foreldrar athugi hvort bilið á milli teinanna í öryggisístöðunum séu ekki of stór svo að skór geti fests þar á milli. Æskilegt er að reiðskór séu ekki reimdir svo að auðveldara sé að losna úr skónum ef á þarf að halda. Einnig þarf að athuga reglulega hvort þar til gerðar klemmur sem halda ístaðsólum á réttum stað gefi eftir ef átak kemur á þær. Slysin gera ekki boð á undan sér og því er mikilvægt að nota viðurkenndan öryggisbúnað og yfirfara reiðtygi reglulega, sérstaklega hjá börnum.

Með von um ánægjulega og slysalausa reiðtúra.