Ráðstefna um Landsmót

08.09.2015

Stjórn Landssambands hestamannafélaga var falið það verkefni á síðasta Landsþingi að halda ráðstefnu um framtíð landsmóta. Fundurinn var áætlaður í vor en var frestað af óviðráðanlegum orsökum.

Ráðstefnan verður haldin laugardaginn 17. október næstkomandi í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.

Dagskráin verður frá kl. 10:00 – 15:00/16:00 í E-sal.

Fundurinn verður sendur út á netinu svo þeir sem sjá sér ekki fært að mæta geta fylgst með. Hægt er að senda inn erindi eða umræðupunkta fyrir fundinn á johanna@landsmot.is

Þau félög sem hafa færri en 500 félaga senda 2 fulltrúa á fundinn.

Þau félög sem eru með fleiri en 500 félaga senda 3 fulltrúa á fundinn.

Skráning stendur yfir á johanna@landsmot.is til og með 2. október 2015.

Stjórn LH áskilur sér rétt til að hætta við ráðstefnuna ef 40 manns eða færri skrái sig.

Dagskrá verður send út þegar nær dregur.