Ræktun 2011

18.04.2011
Hin árlega reiðhallarsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands "Ræktun 2011" fer fram í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli laugardaginn 23. apríl nk. kl. 20. Hin árlega reiðhallarsýning Hrossaræktarsamtaka Suðurlands "Ræktun 2011" fer fram í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli laugardaginn 23. apríl nk. kl. 20. Þar verður að venju boðið upp á fjölbreytt atriði þar sem aðaláherslan er á kynbótahross, yngri sem eldri. Dagskrá sýningarinnar er í mótun og ljóst að margt áhugavert verður í boði, en þeir sem hugsanlega gætu viljað koma hrossum að geta haft samband við Magnús Benediktsson sýningarstjóra í síma 893 3600 eða á netfanginu maggiben@gmail.com.
Þetta verður létt og frjálsleg sýning að vanda sem áhugafólk um hrossarækt ætti að hafa gaman af. Miðaverð er kr. 2.500, en frítt er inn fyrir 16 ára og yngri. Miðasala fer fram við innganginn. Dagskrá verður kynnt nánar þegar nær dregur.