Rafrænt landsþing LH 27.-28. nóv.

11.11.2020

Á stjórnarfundi LH þann 9. nóv. 2020 var ákveðið að landsþing LH fari fram alfarið með fjarfundabúnaði dagana 27. og 28. nóvember.

Vakin er athygli á því að frestur til að skila inn framboðum til formanns og stjórnar LH er til föstudags 13. nóvember. Senda skal framboð til formanns kjörnefndar á vodlarhestar@gmail.com.

Fundurinn verður gagnvirkur, þ.e. þingfulltrúar geta beðið um orðið og tekið til máls. Dagskrá fundarins verður hefðbundin, þingið sett síðdegis á föstudegi með skýrslu stjórnar, ársreikningum og fjárhagsáætlun, tillögur lagðar fram og vísað til nefnda sem funda um kvöldið. Á laugardegi verður hefðbundin dagskrá. Atkvæðagreiðslur um tillögur og kosning til formanns og stjórnar verða með rafrænum hætti. 

Dagskrá þingsins og tillögur fyrir þingið verða birtar á vef LH og send til aðildarfélaga föstudaginn 13. nóvember.