Rannsóknaráætlun samþykkt vegna hrossaflensu

15.06.2010
Tillaga að rannsóknaráætlun var samþykkt í morgun á ríkisstjórnarfundi. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og matvælastofnun lögðu fram tillögu að rannsóknaráætlun vegna smitandi hósta í hrossum en kostnaður við áætlunina er u.þ.b. 19 milljónir. Tillaga að rannsóknaráætlun var samþykkt í morgun á ríkisstjórnarfundi. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og matvælastofnun lögðu fram tillögu að rannsóknaráætlun vegna smitandi hósta í hrossum en kostnaður við áætlunina er u.þ.b. 19 milljónir. Rannsóknaráætlunin gengur meðal annars út á það að greina orsök á sjúkdómnum, kortleggja smitdreifingu og rannsaka faraldssvæði og eðli sjúkdómsins.

Jóhann Guðmundsson, aðstoðarmaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að Landsmót hestamanna ehf. muni hefja viðræður við Framleiðnisjóð landbúnaðarins og Byggðastofnun í því skyni að fundin verði lausn á að koma félaginu yfir erfiðustu hjallana. Hvort sem það verði lán eða annarskonar fjárhagslegur stuðningur er ekki komið á hreint.

Frétt tekin af mbl.is