Ráslistar í fimmgangi - nýr knapi í deildinni

24.03.2010
Elvar Þormarsson og Þrenna frá Strandarhjáleigu. Mynd: HGG.
Á morgun verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild VÍS í Ölfushöllinni. Keppnin hefst klukkan 19:30. Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi. Verð á aðgöngumiðanum er 1.500 krónur og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri. Á morgun verður keppt í fimmgangi í Meistaradeild VÍS í Ölfushöllinni. Keppnin hefst klukkan 19:30. Forsala aðgöngumiða er hafin í verslunum Top Reiter, Líflands og Baldvini og Þorvaldi. Verð á aðgöngumiðanum er 1.500 krónur og 500 krónur fyrir 12 ára og yngri. Allir keppendur hafa nú skilað inn upplýsingum um hestana sem þeir mæta með í fimmganginn og má reikna með harðri baráttu annað kvöld miðað við þá gæðinga sem skráðir eru til leiks.

Knapaskipti hafa orðið í Top Reiter liðinu en Daníel Jónsson hefur sagt sig úr deildinni af persónulegum ástæðum og í hans stað er kominn varaknapi liðsins Elvar Þormarsson. Elvar er hestamönnum vel kunnugur en hann stundar tamningar og þjálfun á Hvolsvelli. Elvar stendur ofarlega á World Ranking lista í tölti og hefur sýnt fjöldann allan af hátt dæmdum kynbótahrossum í gegnum tíðina ásamt því að gera góða hluti í hringvallargreinum.

Stjórn Meistaradeildar VÍS býður Elvar velkominn í deildina.

Hér að neðan eru ráslistar í fimmgangi:

1 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter Þytur frá Neðra-Seli
2 Sigurður Sigurðarson Lýsi Haukur frá Ytra-Skörðugili II
3 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Hreggviður frá Auðsholtshjáleigu
4 Þorvaldur Á. Þorvaldsson Top Reiter Freyþór frá Hvoli
5 Teitur Árnason Árbakki / Hestvit Þulur frá Hólum
6 Artemisia Bertus Auðsholtshjáleiga Gylling frá Auðsholtshjáleigu
7 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Stakkur frá Halldórsstöðum
8 Lena Zielinski Lýsi Andrá frá Dalbæ
9 Viðar Ingólfsson Frumherji Segull frá Mið-Fossum 2
10 Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Leiftur frá Búðardal
11 Ragnar Tómasson Lífland Þór frá Skollagróf
12 Halldór Guðjónsson Lýsi Greifi frá Holtsmúla
13 Elvar Þorvarmsson Top Reiter Skuggi frá Strandarhjáleigu
14 Ævar Örn Guðjónsson Lífland Pandóra frá Hemlu
15 Ólafur Ásgeirsson Frumherji Dama frá Flugumýri 2
16 Hinrik Bragason Árbakki / Hestvit Glymur frá Flekkudal
17 Sigurður V. Matthíasson Málning Töfri frá Hafragili
18 Jakob S. Sigurðsson Frumherji Vörður frá Árbæ
19 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Ögri frá Baldurshaga
20 Hulda Gústafsdóttir Árbakki / Hestvit Sámur frá Litlu-Brekku
21 Valdimar Bergstað Málning Dröfn frá Akurgerði