Ráslistinn í fjórganginum

28.01.2016

Nú er allt að gerast en fjórgangurinn er á morgun og er ráslistinn tilbúinn. Ólafur Andri Guðmundsson mun ríða á vaðið en hann er á stóðhestinum Straumi frá Feti. Ólafur og Straumur keppa fyrir hönd Hrímnis/Export hesta en þetta er frumraun þeirra í deildinni. Sigurvegarinn frá því fyrra Ólafur Brynjar Ásgeirsson mætir ekki með Hugleik frá Galtanesi svo það er augljóst að nýr sigurvegari verður krýndur í fjórganginum.

Eyrún Ýr Pálsdóttir nældi sér í silfur í fyrra en hún mætir aftur í ár á Kjarvali frá Blönduósi. Sama má segja um Þórdísi Erlu en hún nældi sér í brons og mætir á morgun á sama hesti og í fyrra, Sprota frá Enni.

Húsið opnar kl. 17:00 en setning mótsins hefst kl 18:30 og keppnin sjálf kl. 19:00.

Við hvetjum ykkur öll til að mæta og sjá sterkustu fjórgangshesta landsins etja kappi saman. Hægt er að kaupa miða í verslunum Top Reiter, Baldvini og Þorvaldi og Líflandi en einnig við innganginn. Ársmiði kostar 5.000, stakur miði 1.500 kr. og barnamiði 500 kr.

RÁSLISTI

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið

1 Ólafur Andri Guðmundsson Straumur frá Feti Þristur frá Feti Smáey frá Feti brúnn/milli-einlitt 8 Hrímnir / Export-Hestar
2 Olil Amble Gjöf frá Sjávarborg Samber frá Ásbrú Glóð frá Sjávarborg jarpur/dökk-einlitt 9 Gangmyllan
3 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum Krákur frá Blesastöðum 1A Skálm frá Berjanesi brúnn/milli-einlitt 8 Auðsholtshjáleiga
4 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey Auður frá Lundum 2 Hviða frá Ingólfshvoli bleikur/fífil-tvístjörnótt 7 Top Reiter / Sólning
5 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Ljónslöpp frá Ketilsstöðum jarpur/milli-einlitt 8 Gangmyllan
6 Sigurður Vignir Matthíasson Völsungur frá Húsavík Bragi frá Kópavogi Þruma frá Húsavík rauður/milli-einlitt 10 Ganghestar / Margrétarhof
7 Teitur Árnason Bjarmi frá Garðarkoti Fengur frá Sauðárkróki Stóra-Brúnka frá Sandfelli brúnn/milli-stjörnótt 11 Top Reiter / Sólning
8 Guðmar Þór Pétursson Stjörnufákur frá Blönduósi Hrymur frá Hofi Kolbrún frá Blönduósi rauður/milli-stjörnóttur 14 Heimahagi
9 Lena Zilenski Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2 Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Steinborg frá Lækjarbotnum rauður/milli-einlitt 10 Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi
10 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Aríel frá Höskuldsstöðum grár/rauðstjörnóttur 12 Hrímnir / Export-Hestar
11 Hinrik Bragason Pistill frá Litlu-Brekku Moli frá Skriðu Prinsessa frá Litla-Dunhaga1 brúnn/dökk/sv.einlitt 9 Árbakki / Hestvit / Svarthöfði
12 John Sigurjónsson Sólroði frá Reykjavík Bragi frá Kópavogi Sól frá Reykjavík rauður/milli-einlitt 9 Heimahagi
13 Reynir Örn Pálmarsson Sváfnir frá Miðsitju Hágangur frá Narfastöðum Sunneva frá Miðsitju brúnn/dökk/sv.stjörnótt 12 Ganghestar / Margrétarhof
14 Sigurður Sigurðarsson Öngull frá Efri-Rauðalæk Krókur frá Efri-Rauðalæk Saga frá Þverá, Skíðadal brúnn/dökk/sv.einlitt 10 Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi
15 Hanna Rún Ingibergsdóttir Nótt frá Sörlatungu Segull frá Sörlatungu Gæfa frá Sörlatungu jarpur/milli-einlitt 12 Hrímnir / Export-Hestar
16 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum brúnn/milli-einlitt 9 Gangmyllan
17 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Sæla frá Sigríðarstöðum brúnn/milli-einlitt 10 Auðsholtshjáleiga
18 Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Stígandi frá Leysingjastöðum 2 Kosning frá Ytri-Reykjum rauður/milli-tvístjörnótt 12 Heimahagi
19 Matthías Leó Matthíasson Nanna frá Leirubakka Væringi frá Árbakka Brún frá Árbakka rauður/milli-einlitt 8 Top Reiter / Sólning
20 Hulda Gústafsdóttir Askur frá Laugamýri Stáli frá Kjarri Krafa frá Ingólfshvoli brúnn/milli-einlitt 8 Árbakki / Hestvit / Svarthöfði
21 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Orri frá Þúfu í Landeyjum Sending frá Enni brúnn/milli-einlitt 8 Auðsholtshjáleiga
22 Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk Kraftur frá Bringu Tilvera frá Varmalæk brúnn/milli-einlitt 12 Ganghestar / Margrétarhof
23 Sigurbjörn Bárðarsson Þrándur frá Sauðárkróki Drangur frá Hjallanesi 1 Þula frá Sauðárkróki Vindóttur/jarp-blesótt 9 Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi
24 Ragnar Tómasson Glóey frá Halakoti Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Glóð frá Grjóteyri rauður/milli-blesótt 10 Árbakki / Hestvit / Svarthöfði