Regluskjal um gæðingafimi LH leiðrétt

28.02.2021

Þau leiðu mistök urðu við útgáfu regluskjals um gæðingafimi LH að lítil villa slæddist inn í reglurnar. 

Í kafla um gangtegundir í stigi tvö, grein 9.2.3 á að standa:

"Til þess að knapi sem ekki sýnir skeið hljóti fullnaðareinkunn fyrir tölt þarf hann að sýna tvær útfærslur á tölti hið minnsta.  Hægt tölt, milliferðar tölt, greitt tölt, tölt við slakan taum eða tölt með hraðamun".

Þessi málsgrein hefur nú verið leiðrétt og uppfært regluskjal má finna hér neðar.

Reglur um gæðingafimi - leiðrétt skjal 28. febrúar.