Reiðhöll Harðarfélaga vígð

23.11.2009
Reiðhöll Harðar. Mynd: www.hordur.is
Síðastliðinn laugardag vígði hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ stórglæsilega reiðhöll. Reiðhöllin er  mjög stór og glæsileg en gólflötur hennar er svipað stór og reiðhöllin í Víðidal. Síðastliðinn laugardag vígði hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ stórglæsilega reiðhöll. Reiðhöllin er  mjög stór og glæsileg en gólflötur hennar er svipað stór og reiðhöllin í Víðidal. Mikið fjölmenni var viðstatt vígsluhátíðina og þar á meðal fyrrverandi Landbúnaðarráðherra Guðni Ágústsson. Harðarfélagar stóðu fyrir stuttri en skemmtilegri sýningu þar sem gamlir og nýjir tímar mættust. Síðustu daga fyrir vígsluna unnu Harðarfélagar mikla sjálfboðavinnu við frágang hússins, bæði að innan og utan. Landssamband hestamannafélaga óskar Harðarfélögum innilega til hamingju með glæsilega reiðhöll.