Reiðmaðurinn á Hvanneyri slær í gegn

22.12.2008
Reiðmaðurinn, tveggja ára nám sem hófst við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í haust, hefur slegið í gegn. Um sextíu manns sóttu um námið. Fjörutíu og fjórir fengu pláss. Nemendur stunda námið að langmestum hluta heima hjá sér.Reiðmaðurinn, tveggja ára nám sem hófst við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í haust, hefur slegið í gegn. Um sextíu manns sóttu um námið. Fjörutíu og fjórir fengu pláss. Nemendur stunda námið að langmestum hluta heima hjá sér.

Reiðmaðurinn, tveggja ára nám sem hófst við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri í haust, hefur slegið í gegn. Um sextíu manns sóttu um námið. Fjörutíu og fjórir fengu pláss. Nemendur stunda námið að langmestum hluta heima hjá sér.

Þovaldur Kristjánsson, kennari við LBHÍ, segir að viðtökurnar hafi verið framar vonum. Þarna hafi greinilega verið frjór jarðvegur. Nemendur séu af öllu landinu.

„Þetta er fólk sem hefur ekki tök á að setjast á skólabekk en vill þróa sig í reiðmennskunni og auka við þekkingu sína í hestamennsku. Námið fer að langmestum hluta fram heima hjá nemandanum sjálfum, þar sem hann þjálfar sig í þeim verkefnum sem fyrir hann eru lögð. Hann kemur síðan einu sinni í mánuði á Hvanneyri, þrjá daga í senn. Einn dagur fer í bóklegt nám og tveir í verklega kennslu á hestamiðstöðinni á Miðfossum. Aðalkennarar er Reynir Aðalsteinnson og Elsa Albertsdóttir.“

Þorvaldur segir ljóst að ef áhuginn verður sá sami í framhaldinu þá verði þetta nám áfram á dagskrá skólans. Hugmyndin sé hins vegar að dreifa verklega þættinum á reiðkennara og hestamiðstöðvar vítt og breitt um landið og að bóklegi þátturinn fari alfarið fram í fjarnámi. Með því móti þurfi nemendur aldrei að fara langan veg að heiman en séu samt sem áður í viðurkenndu námi.

Því má bæta við að Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri býður upp á fjölbreytt nám í hestamennsku. Bæði fast nám við skólann, fjarnám, og ýmis námskeið. Af námskeiðum frá því á haustönn má nefna námskeið í járningum fyrir lengra komna (verður líka á vorönn), Samspil manns og hests með Alexanderstækni, og námskeið þar sem menn læra að meta hæfileika og byggingu hrossa. Á vorönn má nefna námskeið í þjálfun keppnis- og sýningarhrossa. Kennari Jakob Sigurðsson.

Upplýsingar um námsefni á Hvanneyri má finna á www.lbhi.is.

Á myndinni er Reynir Aðalsteinsson, reiðkennari.