Reiðmenn slasast í Andvara

06.02.2009
Alvarlegt slys varð á svæði Andvara þegar tveir hestar fældust á bráðabirgða reiðstíg sem liggur rétt við blokk sem verið er að byggja í svokölluðum Tröllakór. Rusli var hent niður af svölum byggingarinnar, hestarnir fældust og báðir mennirnar slösuðust. Alvarlegt slys varð á svæði Andvara þegar tveir hestar fældust á bráðabirgða reiðstíg sem liggur rétt við blokk sem verið er að byggja í svokölluðum Tröllakór. Rusli var hent niður af svölum byggingarinnar, hestarnir fældust og báðir mennirnar slösuðust. Annar mannanna slasaðist alvarlega, gliðnaði í mjaðmagrind og er með innvortis blæðingar. Þetta er hinn kunni hestamaður og Andvarafélagi til margra ára, Guðjón Tómasson. Hinn maðurinn er minna meiddur. Báðir eru vanir hestamenn.

Pétur Maack, formaður Andvara, segir margbúið að fara þess á leit við bæjaryfirvöld að stígurinn yrði færður.
„Kópavogsbær hefur brugðist við núna, en það virðist alltaf þurfa að koma til alvarlegt slys svo hlustað sé á óskir okkar. Íbúðabyggðin er komin svo nálægt okkur að fólk í hverfinum notar reiðstígana sem göngugötur og fer þar um með barnavagna og snjóþotur. Fjórhjól og mótorhjól eru líka á reiðvegunum. Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál. Við þurfum að losna við þessa umferð og fá reiðvegina fjær stórhýsum. En það virðist ekki vilji hjá sveitarfélögunum að koma til móts við okkur. Þeir hlusta ekki á okkur,“ segir Pétur.