Reiðskóli Gusts

18.05.2011
Reiðskóli hestamannafélagsins Gusts verður starfræktur í sumar fyrir 8 ára og eldri. Námskeiðin miðast við að börnin kynnist og læri að umgangast íslenska hestinn. Reiðskóli hestamannafélagsins Gusts verður starfræktur í sumar fyrir 8 ára og eldri. Námskeiðin miðast við að börnin kynnist og læri að umgangast íslenska hestinn. Einnig verður farið í lengri og skemmri reiðtúra, og í slæmu veðri færist kennslan inn í reiðhöll. Þátttakendur þurfa að vera í hlýjum fötum. Skylda er að nota öryggishjálma sem skólinn leggur til. Umsjónarmaður er Bjarni Sigurðsson tamningarmaður og reiðkennari.

Námskeið 1: 6. júní - 16. júní kl.12.30 - 14.30 16 tímar
Námskeið 2: 6. júní - 16. júní kl.15.00 - 17.00 16 tímar (vanir)
Námskeið 3: 20. júní - 1. júlí kl.12.30 - 14.30 20 tímar
Námskeið 4: 20. júní - 1. júlí kl.15.00 - 17.00 20 tímar
Námskeið 5: 4. júlí - 15. júlí kl 12.30 - 14.30 20 tímar
Námskeið 6: 4. júlí - 8. júlí kl.15.00 - 17.00 10 tímar (vanir )
Námskeið 7: 11. júlí - 15. júlí kl.09.00 - 11.00 10 tímar

Þátttökugjald er 16.000 kr. fyrir 20 tíma námskeið 13.000 kr. fyrir 16 tíma námskeið og 8.200 kr. fyrir 10 tíma námskeið. Þátttökugjöld greiðist við skráningu.

Skráning fer fram á mánudaginn 23. maí og þriðjudaginn 24. maí frá kl. 17:30 - 18:30 í reiðhöll Gusts Álalind 3 á svæði hestamannafélagsins. Upplýsingar verða veittar á sama tíma í síma 554-3610.

Reiðskóli hestamannsfélagsins Gusts. Netfang:www.gustarar.is