Riddarar Norðursins ríða á Kaldármela

28.06.2009
Það var fríður hópur knapa og hrossa sem útsendari Fjórðungsmóts mætti um helgina í hólfi í landi Húnsstaða í Austur-Húnavatnssýslu rétt við Húnavatnið.  Í ljós kom að þarna voru félagar úr Léttfeta og Stíganda úr Skagfirði á leið á Kaldármela og nefna þeir sig ,,Riddara Norðursins". Það var fríður hópur knapa og hrossa sem útsendari Fjórðungsmóts mætti um helgina í hólfi í landi Húnsstaða í Austur-Húnavatnssýslu rétt við Húnavatnið.  Í ljós kom að þarna voru félagar úr Léttfeta og Stíganda úr Skagfirði á leið á Kaldármela og nefna þeir sig ,,Riddara Norðursins".

Reyndar var einnig með í för einn félagi úr hestamannafélaginu
Hendingu á Ísafirði sem gerði sér lítið fyrir og ók í 7 klst.
í Skagafjörðinn til að slást með í för.

Það var kátt yfir Riddurum Norðursins þegar þeir áðu í Húnavatnssýslunni en þeir taka 6 daga í reiðina frá Skagafirði yfir á Kaldármela.   Sjáumst á Kaldármelum í vikunni!

Nánari fréttir um Fjórðungsmót:  SMELLA HÉR.