Risavaxið Reykjavíkur meistaramót

26.05.2009
Nátthrafn frá Dallandi, knapi Halldór Guðjónsson.
Reykjavíkur meistaramótið í hestaíþróttum er risavaxið. Um 640 skráningar eru í keppnisgreinar núna, sem er dálítil aukning frá í fyrra, en þá voru skráningar um 620. Flestir frægustu knapar og hestar á Suður- og Suðvesturlandi eru á meðal þátttakenda. Reykjavíkur meistaramótið í hestaíþróttum er risavaxið. Um 640 skráningar eru í keppnisgreinar núna, sem er dálítil aukning frá í fyrra, en þá voru skráningar um 620. Flestir frægustu knapar og hestar á Suður- og Suðvesturlandi eru á meðal þátttakenda.

Áhuginn fyrir þátttöku í íþróttakeppni hefur greinilega aldrei verið meiri. Gríðarleg þátttaka er í nokkrum greinum, einkum í fjórgangi og tölti. Fimmtíu keppendur eru skráðir til leiks í fjórgangi í 1. flokki, 38 í 2. flokki og 49 í unglingaflokki. Í tölti er þátttakan einnig mikil: 48 keppendur Í 1. Flokki, 38 í 2. flokki og 39 í unglingaflokki. Þátttaka er minni í meistaraflokki, ungmennaflokki og barnaflokki.

Að venju er það tölt meistara sem ber hæst og er síðast á dagskránni á úrslitadegi. Tumi frá Stóra-Hofi er þar skráður til leiks, en honum var haldið til hlés í vetur. Má telja líklegt að Viðar Ingólfsson sé farinn að hita upp fyrir HM úrtöku. Gamall keppinautur hans Þorvaldur Árni Þorvaldsson er einnig skráður til leiks, nú á nýjum hesti, B-Moll frá Vindási, en þeir tóku þátt í Ístölti í vetur og vöktu athygli.
Sigurður Sigurðarson mætir með Kjarnorku frá Kálfholti, Lena Zielinski er skráð með Golu frá Þjórsárbakka og Erla Guðný Gylfadóttir með Erpir frá Miðfossum. Síðast en ekki síst mætir Halldór Guðjónsson með Nátthrafn frá Dallandi og verður nú fróðlegt að sjá hvort hann nær að skáka keppinautum sínum, en hann hefur verið í uppsveiflu í vetur og vor.

Reykjavíkur meistaramótið hefst klukkan þrjú á morgun, miðvikudag, með knapafundi í Reiðhöllinni í Víðidal. Nánari upplýsingar eru á: www.fakur.is og www.hestafrettir.is