Rúna Einarsdóttir „Dagur í lífi Freys“

09.04.2013
Rúna og Freyr á HM2011.
Í kvöld á Sörlastöðum! Rúna Einarsdóttir „Dagur í lífi Freys“. Í kvöld, 9. apríl, verður engin önnur en Rúna Einarsdóttir með fyrirlestur á Sörlastöðum. Rúna varð eins og flestir vita heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum árið 2009 á Frey vom Nordsternhof, og hafa þau unnið til fjölda verðlauna gegnum árin.

 

Í kvöld, 9. apríl, verður engin önnur en Rúna Einarsdóttir með fyrirlestur á Sörlastöðum. Rúna varð eins og flestir vita heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum árið 2009 á Frey vom Nordsternhof, og hafa þau unnið til fjölda verðlauna gegnum árin.

Fyrirlesturinn fjallar um alhliða þjálfun hrossa og hverrar gangtegundar fyrir sig. Rúna mun veita okkur innsýn í hvernig hún þjálfaði Frey og fara yfir einn þjálfunardag í lífi hans.

Fyrirlesturinn hefst stundvíslega kl 20 og aðgangseyrir er 1500 kr. Sannkölluð veisla sem enginn má láta framhjá sér fara. Boðið verður upp á kaffi og kleinur, allir eru velkomnir.

Kveðja Fræðslunefnd