RÚV færir þér HM í Hollandi

20.07.2017

Þar sem það styttist sjálft heimsmeistaramót Íslenska hestsins í Hollandi þá er ekki úr vegi að vekja athygli á fyrirhugaðri umfjöllun RÚV um mótið. Dagskrárgerðarmennirnir Óskar Þór Nikulásson og Gísli Einarsson munu fylgja Íslenska landsliðinu hvert fótmál og hóffar og flytja reglulega samantekt frá því helsta, innan keppnisvallar sem utan.

Mótið hefst mánudaginn 7. ágúst, í Oirschot við Eindhoven í Hollandi, en daginn áður, sunnudaginn 6. ágúst verður sýndur í sjónvarpinu ítarlegur kynningarþáttur um landsliðið, Á hestbaki til Hollands. Leiðin á HM verður rakin, hestar og knapar kynntir, rætt við landsliðsmenn og þá sem halda um stjórntaumana. Þátturinn er á dagskrá klukkan 20.55. 

Þá verða reglulegir samantektarþættir, á meðan á mótinu stendur, með helstu úrslitum hvers dags auk þess sem við kíkjum á mannlíf og dýralíf á mótssvæðinu og í nágrenninu.

Samantektarþættirnir verða sem hér segir:
Þriðjudagur 8. ágúst – kl. 20:50
Miðvikudagur 9. ágúst – kl. 20:35
Fimmtudagur 10. ágúst – kl. 22:35
Föstudagur 11. ágúst – kl. 20:55
Sunnudagur 13. ágúst – kl. 22:20

Að auki verða hápunktum mótsins gerð skil í útvarpi og á vef Ríkisútvarpsins, RÚV.is

Fylgist með HM Íslenska hestsins á RÚV!