RÚV sendir út frá lokadegi Landsmóts

02.07.2024

RÚV sendir út beint fá lokadegi landsmóts hestamanna, öll úrslit í íþrótta- og gæðingagreinum samkvæmt dagskrá á sunnudag. Þá verður dagskrá laugardagskvöldsins send út á ruv.is. Að auki verður fjallað um mótið á öðrum miðlum RÚV, s.s. í íþróttfréttum sjónvarps, útvarpsþáttum og á vef.

Umsjón með umfjöllun og dagskrárgerð hefur Hulda G. Geirsdóttir, en Óskar Þór Nikulásson stýrir útsendingum.

Í útsendingunni á sunnudag verður líka boðið upp á LM stofu sem Hjörvar Ágústsson stýrir og fá hann og Hulda góða gesti í settið sem rýna í keppnina og LM stemminguna í ár. Lýsendur með Huldu verða svo Steindór Guðmundsson í íþróttakeppninni og Sigurður Ævarsson í gæðingakeppninni.