Sameiginleg uppskera LH og FHB var hin glæsilegasta

09.11.2015
Allir tilnefndir

Uppskeruhátíð hestamanna fór einstaklega vel fram á laugardaginn var. Veislustjóri var að þessu sinni Andrea Þorvaldsdóttir stjórnarmeðlimur LH og stóð sig með prýði í því hlutverki.

Hestamannakvartettinn Hrímnir tók nokkur lög og knapar og ræktunarbú voru verðlaunuð.

Heiðursverðlaunin LH að þessu sinni hlaut Sigurður Sæmundsson með virðingu og þakklæti fyrir mikið og gott starf í þágu íslenska hestsins.

Knapar ársins vorur eftirfarandi:

 

Knapi ársins: Guðmundur Björgvinsson

Íþróttaknapi ársins: Kristín Lárusdóttir

Skeiðknapi ársins: Teitur Árnason

Kynbótaknapi ársins: Daníel Jónsson

Gæðingaknapi ársins: Kári Steinsson

Efnilegasti knapi ársins: Jóhanna Margrét Snorradóttir

Ræktunarbú ársins: Ketilsstaðir / Syðri-Gegnishólar

 

LH og FHB vilja þakka öllum sem tóku þátt í gleðinni með okkur og hlökkum til næstu uppskeru!