Sameiginlegir vetrarleikar

07.03.2012
Andvari og Gustur halda sameiginlega Vetrarleika (II) laugardaginn 10. mars á Kjóavöllum Andvari og Gustur halda sameiginlega Vetrarleika (II) laugardaginn 10. mars á Kjóavöllum

Stefnt er að því að hafa vetrarleikana aftur á beinu brautinni ef veður og færð leyfir. Boðið verður upp á keppni í eftirtöldum flokkum:

kl. 13:00 í reiðhöllinni

  • Pollar
  • Börn

kl. 14:00 á beinu brautinni

  • Unglingar
  • Ungmenni
  • Konur II
  • Karlar II
  • Konur I
  • Karlar I
  • Heldri menn og konur (50+)

Riðnar eru tvær umferðir og knapar beðnir að sýna hægt tölt (eða brokk) aðra leið og frjálsa ferð til baka eftir fyrirmælum þular.

Skráning fer fram í félagsheimili Andvara á laugardag milli kl. 11 og 12. Þátttökugjald er 500 kr fyrir börn og 1000 kr fyrir aðra en frítt fyrir polla og greiðist undantekningarlaust við skráningu.

Kaffi og meðlæti á boðstólnum.

Það er mikil vöntun á keppnisnúmerum, svo fólk er hvatt til þess að koma með númer, þeir sem luma á slíku.

Hvetjum við félagsmenn beggja félaga til að taka þátt.