Samningur um hnitun reiðleiða og landfræðilega kortasjá

17.05.2010
Halldór H. Halldórsson formaður Samgöngunefndar LH og Örn Arnar Ingólfsson hjá Loftmyndum undirrita samninginn.
Landssamband hestamannafélaga (LH) og Loftmyndir ehf. hafa undirritað samning um afnot af landfræðilegum gögnum í eigu Loftmynda og þjónustu þeim tengdri. Myndkort af öllu landinu með 0,15 m. upplausn í þéttbýli, 0,5 m. í dreifbýli og 1 m. á hálendinu verða afhent með WMS þjónustu, einnig er sýnt vegakerfi og örnefnaskrá Loftmynda. Landssamband hestamannafélaga (LH) og Loftmyndir ehf. hafa undirritað samning um afnot af landfræðilegum gögnum í eigu Loftmynda og þjónustu þeim tengdri. Myndkort af öllu landinu með 0,15 m. upplausn í þéttbýli, 0,5 m. í dreifbýli og 1 m. á hálendinu verða afhent með WMS þjónustu, einnig er sýnt vegakerfi og örnefnaskrá Loftmynda. Settur hefur verið upp hugbúnaður ( u- DIG ) fyrir starfsmann LH sem gefur færi á að hnita reiðleiðir sem sjást á loftmyndunum. Einnig er hægt að lesa inn GPS mældar reiðleiðir. Loftmyndir setja upp kortasjá með áðurnefndum myndkortum og öðrum þemum sem eru á hefðbundnum kortasjám Loftmynda. Einnig verða settar inn reiðleiðir LH sem þegar hafa verið hnitaðar.
Samningur þessi er í raun framhald af þeirri vinnu sem sett var í kortasjá 2008, en þá voru settar inn um 75% reiðleiða á Suðvesturlandi. Auðvelt verður að skipuleggja lengri eða skemmri hestaferðir af kortasjáni. Þegar smellt er með músarhnappnum á reiðleiðirnar skipta þær litum og gluggi opnast með upplýsingum um upphafs og endapunkt ásamt lengd í km. Þá verður útbúið númerakerfi fyrir reiðleiðir í samvinnu við Vegagerðina. Möguleiki verður á að taka reiðleiðir beint inn á GPS tæki eða tölvur af kortasjánni. Eingöngu verða settar inn reiðleiðir sem eru á skipulagi viðkomandi sveitarfélaga, einnig gamlar þjóðleiðir.
Möguleikar eru á að setja í kortasjána upplýsingar um alla þá aðila sem með einum eða öðrum hætti þjónusta og selja vörur til hestamanna. Má þar nefna t.d. gistimöguleika á hestaferðum  (s.s. uppl. um áningastaði, fjallaskála, bændagistingar, hótel ofl.), reiðskóla, hestaleigur, tamningastöðvar, hrossaræktarbú, fóðursala, ofl.ofl.
Hugmyndin er að auðkenna þjónustuna með ákveðnum táknum í kortasjánni. Sé smellt með músarhnappi á viðkomandi tákn opnist gluggi með upplýsingum um þjónustuaðila, tölvupóstfang og linkur á heimasíðu viðkomandi.