Samningur um LM2014 í höfn

02.06.2012
Myndir: BB
Samningur milli Landssambands hestamannafélaga og Rangárbakka ehf., vegna LM2014 á Gaddstaðaflötum við Hellu, var undirritaður á Hellu í gær föstudaginn 1. júní. Það voru fulltrúar LH og Rangárbakka og annara félaga sem að mótinu koma sem undirrituðu samninginn.

Samningur milli Landssambands hestamannafélaga og Rangárbakka ehf., vegna LM2014 á Gaddstaðaflötum við Hellu, var undirritaður á Hellu í gær föstudaginn 1. júní. Það voru fulltrúar LH og Rangárbakka og annara félaga sem að mótinu koma sem undirrituðu samninginn.

Gaddstaðaflatir eru eitt af betri mótssvæðum okkar hestamanna þar sem mikil uppbygging hefur farið fram síðustu árin. Á Gaddstaðaflötum hafa stærstu landsmótin verið haldin til þessa og því gefst vonandi gott tækifæri til að halda gott mót sem bæði kynnir og útbreiðir áhugann á íslenska hestinum um leið og það styrkir uppbyggingu á svæði hestamannafélaganna á suðurlandi og rekstur landsmótanna

Sveitarfélögin í Rangárþingi lýstu yfir stuðningi við samningsaðilana og munu þau styðja við og styrkja bæði framkvæmd og skipulagningu mótsins 2014 á ýmsan hátt, til að mótið megi takast sem best og vera íslenska hestinum og velunnurum hans til sóma í hvívetna.