Samstarf Landsmóts og Líflands innsiglað

19.02.2010
Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands, Haraldur Örn Gunnarsson, sölustjóri Landsmóts ásamt Jónu Fanneyju Friðriksdóttur, framkvæmdastjóra Landsmóts 2010.
Undirbúningur Landsmóts 2010 er á fullu skriði enda að mörgu að huga þegar að svo viðamiklum viðburði kemur.  Eftir áralangt samstarf liggur Lífland ekki á liði sínu og í morgun var undirritaður samstarfssamningur á milli fyrirtækisins og Landsmóts. Undirbúningur Landsmóts 2010 er á fullu skriði enda að mörgu að huga þegar að svo viðamiklum viðburði kemur.  Eftir áralangt samstarf liggur Lífland ekki á liði sínu og í morgun var undirritaður samstarfssamningur á milli fyrirtækisins og Landsmóts. Það var glatt yfir forsvarsmönnum Líflands og Landsmóts þegar samstarfið vegna 2010 var innsiglað og markaðsmálin rædd yfir kaffibolla. 

Skv. nýlegri könnun ferðuðust 90% Íslendinga innanlands sl. sumar og velt var vöngum yfir því hvort tækifæri fælust í því fyrir Landsmót.  En eins og ávallt er veðurfar mikill áhrifavaldur í ferðahegðun landans og þrátt fyrir að forsvarsmenn Landsmóts og Líflands hafi ekki sett ákvæði um einróma veðurblíðu inní samstarfssamninginn, voru allir fullvissir um að veður yrði með eindæmum á Vindheimamelum eða eins og skáldið sagði: ,,Skín við sólu Skagafjörður".

Vangaveltur urðu einnig um fjölda erlendra gesta, en eins og alkunna er, er Ísland nú orðið afar hagstætt sem ferðamannastaður og er það af sem áður var!

Starfsemi Líflands þarf ekki að kynna hestamönnum en auk hestavarnings lýtur starfsemi fyrirtækisins að almennri þjónustu tengdri landbúnaði, dýrahaldi og útivist.