Samstarf LH og Úrval útsýnar

05.02.2015

 

Úrval Útsýn og Landssambandi hestamannafélaga eru með samstarf um ferðir á HM 2015. Með því að kaupa ferð styrkir þú Landsliðið í hestaíþróttum.

Úrval Útsýn og LH verða með kynningu á ferðunum í Spretti í kvöld.

Úrval Útsýn hefur verið leiðandi í ferðum á Heimsmeistaramót íslenska hestsins undanfarin 12 ár. Heimsmeistaramótin eru glæsilegir atburðir sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Úrval Útsýn og LH hafa ávallt verið í farsælu samstarfi varðandi þessi mót og verður svo áfram. Fyrir utan venjulega hefðbundna dagskrá mótsins, þá verður sérdagskrá fyrir farþega Úrvals Útsýnar. T.d. verður móttaka þar sem vel valdir „spekingar“ munu spá í framvindu mótsins með okkar farþegum.

Með þátttöku í þessum ferðum Úrvals-Útsýnar á HM í Herning eruð þið beinir stuðningsaðilar landsliðsins okkar í hestaíþróttum og fáið miða á besta stað í stúkunni.