Sáttmáli hestamanna og annarra vegfarenda

29.04.2021

Stjórn LH hefur ekki farið varhluta af þeirri umræðu sem hefur átt sér stað á samfélagasmiðlum og í fjölmiðlum um umferðaröryggi hestamanna á reiðvegum.

Faghópur um umferðaröryggi hestaumferðar gagnvart annarri umferð hafa Í samstarfi við Samgöngustofu unnið undanfarna mánuði að verkefni um umferðaröryggismál hestamanna. Snýr sú vinna m.a. að útgáfu fræðslumyndbands í teiknimyndaformi um viðbörgð hestsins við áreiti annarrar umferðar þar sem meginþráðurinn er að upplýsa fólk um að hesturinn er flóttadýr og áhersla er á gagnkvæma tillitsemi og virðingu milli ólíkra útivistarhópa. Samhliða útgáfu myndbandsins er unnið að gerð sáttmála milli hestafólks og annarra vegfarenda í samstarfi við fulltrúa útivistarhópa og annarar umferðar. Stefnt er að sameiginlegri undirritun sáttmálans á næstu dögum og í framhaldi taki þessir fulltrúar höndum saman og upplýsi sína félagsmenn um ólíkar þarfir mismundandi hópa, nauðsyn þess að við sýnum hvort öðru virðingu og að við notum aðeins þá stíga og svæði sem okkar íþrótt er ætlað.

Faghópinn skipa:
Dagný Bjarnadóttir formaður reiðveganefndar Fáks
Bergljót Rist hestaleiðsögumaður og eigandi reiðskólans Faxaból
Einar Magnús Magnússon fyrir Samgöngustofu
Halldór Halldórsson fyrir Ferða- og samgöngunefnd LH
Hjörný Snorradóttir fyrir Landssamband hestamannafélaga
Jelena Ohm fyrir Íslandsstofu
Katrín Halldórsdóttir fyrir Vegagerðina

Þá mun LH halda áfram að beita sér fyrir því að koma sjónarmiðum hestamanna á framfæri auk þess að freista þess að sækja aukið fjármagn til reiðvega og öryggismála okkar hestamanna.

Það er von stjórnar að með víðtæku samtali, fræðslu og gagnkvæmri virðingu takist að okkur öllum að njóta útiveru í sátt og samlyndi við hvort annað.