Sautján þreyttu gæðingadómarapróf

16.04.2009
Sautján hestamenn- og konur tóku þátt í nýdómaranámskeiði Gæðingadómarafélags LH, sem haldið var á Hólum í Hjaltadal nýlega. Þar af voru fjórtán nemedur á hestabraut Hólaskóla. Ekki er ennþá búið að reikna endanlega út niðurstöður prófanna, en þær munu liggja fyrir næstu daga. Sautján hestamenn- og konur tóku þátt í nýdómaranámskeiði Gæðingadómarafélags LH, sem haldið var á Hólum í Hjaltadal nýlega. Þar af voru fjórtán nemedur á hestabraut Hólaskóla. Ekki er ennþá búið að reikna endanlega út niðurstöður prófanna, en þær munu liggja fyrir næstu daga.

Sigurbjörn Bárðarson, formaður fræðslunefndar LH, segir að kröfur til nýdómara hafi verið hertar og ljóst sé að ekki muni allir ná prófinu. Enda sé takmarkið að mennta sem hæfasta gæðingadómara, sem valdi starfinu.

Rétt er að minna á, nú þegar aðeins nokkrar vikur er í fyrstu gæðingamótin, að verið er að leggja lokahönd á sérstakan leiðara fyrir úrslitakeppni í gæðingakeppni. Hann verður birtur við fyrsta tækifæri. Vonandi ekki síðar en í næstu viku.