Setning Hestadaga í Reykjavík

29.03.2012
Í kvöld verða Hestadagar í Reykjavík formlega settir. Setningarathöfnin fer fram í verslun Líflands að Lynghálsi 3 kl. 18:00 og mun Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga setja hátíðina.  Í kvöld verða Hestadagar í Reykjavík formlega settir. Setningarathöfnin fer fram í verslun Líflands að Lynghálsi 3 kl. 18:00 og mun Haraldur Þórarinsson formaður Landssambands hestamannafélaga setja hátíðina. 

Setningarathöfnin verður í anda hestamanna, létt og hressandi og því má búast við mikilli skemmtun í kvöld. Hæst ber að nefna tískusýningu sem leikarinn og hestamaðurinn Halldór Gylfason mun stýra af miklum myndarbrag ásamt því að leika létta tóna á gítarinn á milli sýningaratriða. Fyrirsæturnar eru fengnar úr heimi hestamennskunnar og má þar nefna að framkvæmdarstjóri Landsmóts hestamanna mun sýna nýjustu tísku í reiðfatnaði. Að lokum má nefna að heiðursgestur kvöldsins er leynihestur, sem mun án efa slá í gegn í kvöld, líkt og svo oft áður.

Það er því góð kvöldstund framundan í verslun Líflands og við hlökkum til að sjá sem flesta.