Síðasti skiladagur 15.apríl

15.03.2011
Landssamband hestamannafélaga vill vekja athygli á að þann 15. apríl næstkomandi er síðasti skiladagur á starfsskýrslum í tölvukerfið FELIX. Landssamband hestamannafélaga vill vekja athygli á að þann 15. apríl næstkomandi er síðasti skiladagur á starfsskýrslum í tölvukerfið FELIX. Þar liggja félagaskrár hestamannafélaganna, þ.e. upplýsingar um félagafjölda, aldursskiptingu og fleira. Eftir 15. Apríl verða upplýsingar sóttar í FELIX um félagafjölda, heildarfjölda félagsmanna, fjölda þeirra sem eru yngri en 16 ára og eldri en 70 ára.  Út frá þeim tölum reiknast árgjöld fyrir árið 2011 en hestamannafélögin greiða 1.500,- króna gjald á hvern félagsmann sinn til LH sem er eldri en 16 ára og yngri en 70 ára.  Skráningin í FELIX segir einnig til um fjölda hrossa sem hvert félag má senda frá sér á Landsmót 2011.