Síðsumarsýning á Hellu

08.08.2011
Síðsumarsýning kynbótahrossa  verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 15. til 26. ágúst. Síðsumarsýning kynbótahrossa  verður á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 15. til 26. ágúst.

Ef ekki mætir sá fjöldi sem reiknað er með verður dögunum fækkað. 

Tekið verður við skráningum 8. og 9. ágúst í síma 480-1800. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar á heimasíðu Búnaðarsambandsins, www.bssl.is, þegar hefur verið opnað á skráningu þar. Ganga verður frá greiðslu eigi síðar en þriðjudaginn 9. ágúst hafi greiðsla ekki borist á tilsettum tíma er hrossið ekki skráð til sýningar. 

Sýningargjaldið er hægt að greiða inn á reikning 0152-26-1618, kt. 490169-6609. Sýningargjaldið er 15.000 kr. fyrir fullnaðardóm en 10.500 kr. ef hrossið mætir einungis í byggingar- eða hæfileikadóm. Greiðslur þarf að merkja með númeri og nafni hrossa. Ef greitt er í gegnum netbanka vinsamlegast sendið greiðslukvittun á netfangið helga@bssl.is. 

Endurgreiðslur koma því aðeins til greina að látið sé vita um forföll áður en sýning hefst. Ef hross forfallast eftir að sýningin er hafinn verður að framvísa læknisvottorði til að fá endurgreitt. Ekki er um fulla endurgreiðslu að ræða heldur einungis 10.000 kr fyrir hross sem hefur verið skráð í fullnaðardóm en 6.000 kr fyrir þau hross sem hafa einungis verið skráð í byggingar- eða hæfileikadóm.  Þeir sem telja sig eiga rétt á endurgreiðslu þurfa að ganga eftir þeim fyrir 1. október 2011. Best er að þegar hross er afskráð sé gefið upp reiknisnúmer sem hægt er að leggja inn á.

Varðandi reglur um kynbótasýningar er þann fróðleik að finna á heimasíðu Búnaðarsambandsins www.bssl.is Þar verður hollaröðun birt föstudaginn 12. ágúst.

Búnaðarsamband Suðurlands