Sigurbjörn jákvæður gagnvart hringvellinum

10.11.2008
Sigurbjörn Bárðarson, reyndasti knapi landsins, sér ýmsa kosti við að færa kynbótasýningar inn á hringvöll. Hann segir að skrokkstirðir hestar hafi fengið háan kynbótadóm en þó aldrei náð árangri á hringvelli vegna sinna líkamlegu annmarka.Sigurbjörn Bárðarson, reyndasti knapi landsins, sér ýmsa kosti við að færa kynbótasýningar inn á hringvöll. Hann segir að skrokkstirðir hestar hafi fengið háan kynbótadóm en þó aldrei náð árangri á hringvelli vegna sinna líkamlegu annmarka.Sigurbjörn Bárðarson, reyndasti knapi landsins, sér ýmsa kosti við að færa kynbótasýningar inn á hringvöll. Hann segir að skrokkstirðir hestar hafi fengið háan kynbótadóm en þó aldrei náð árangri á hringvelli vegna sinna líkamlegu annmarka.

Sigurbjörn var frekar jákvæður gagnvart hugmyndinni í heild sinni þegar hún var rædd á Hrossarækt 2008. Hann tók fram að hrossin þyrftu alla jafna meiri tamningu til að ganga vel á hringvelli. Það væri þó auðveldara fyrir eðlismjúk hross. Skrokkstirð hross myndu því frekar sigtast úr ef kynbótasýningar færðust inn á hringvöll, að öllu leyti að að hluta. Hann lýsti ánægju sinni með tillögur Jónasar Vigfússonar að sýningarbraut fyrir kynbótahross og taldi að þar væri komin fram hugmynd sem væri allrar athygli verð.