Sigurbjörn kom sá og sigraði

26.03.2010
Sigurbjörn Bárðarson og Stakkur frá Halldórsstöðum sigruðu fimmgang Meistaradeildar VÍS.
Það var þétt setið á pöllum Ölfushallarinnar í gærkvöldi þegar keppt var í fimmgangi í Meistaradeildar VÍS. Keppnin var æsispennandi frá upphafi til enda og þegar kom að úrslitunum var stanslaus endurröðun í efstu sætunum. En þegar flautað var til leiksloka var það Sigurbjörn Bárðarson úr liði Líflands á Stakki frá Halldórsstöðum sem bar sigur úr býtum. Það var þétt setið á pöllum Ölfushallarinnar í gærkvöldi þegar keppt var í fimmgangi í Meistaradeildar VÍS. Keppnin var æsispennandi frá upphafi til enda og þegar kom að úrslitunum var stanslaus endurröðun í efstu sætunum. En þegar flautað var til leiksloka var það Sigurbjörn Bárðarson úr liði Líflands á Stakki frá Halldórsstöðum sem bar sigur úr býtum. Þeir félagar voru í sjötta sæti eftir forkeppni og þurftu því að ríða b-úrslit. Þeir gerðu sér lítið fyrir og sigruðu þau og gerðu svo enn betur í a-úrslitunum og riðu sig á toppinn þar með einkunnina 7,24.

Í næstu tveimur sætum komu liðsfélagarnir Hinrik Bragason, Árbakki/Hestvit, á Glym frá Flekkudal og Teitur Árnason, Árbakki/Hestvit, á Þul frá Hólum. Hinrik í öðru sæti með einkunnina 7,14 og Teitur í því þriðja með einkunnina 6,98.

Í liðakeppninni stendur lið Málningar enn á toppnum með 197 stig. En hástökkvari vikunnar í liðakeppninni er lið Árbakka/Hestvits sem er komið upp í annað sæti eftir að hafa komið öllum þremur knöpum sínum í a-úrslit.
Í þriðja sæti er síðan lið Lýsis með 181 stig.

Með sigri sínum í fimmgangi í gærkvöldi skaust Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, á toppinn í stigasöfnun einstaklinga með 31 stig. Í annað sæti er kominn Eyjólfur Þorsteinsson, Málning, með 25,5 stig og á hæla honum er Hulda Gústafsdóttir, Árbakki/Hestvit, með 25 stig.

Keppnin í stigasöfnun einstaklinga er æsispennandi en eingöngu 12,5 stig skilja að fyrsta og níunda sætið og 48 stig enn eftir í pottinum fyrir sigur. Þannig að ætla má að keppninni sé langt frá því að vera lokið.

A-úrslit:

  Sæti     Keppandi     Heildareinkunn
1     Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, Stakkur frá Halldórsstöðum   7.24
2     Hinrik Bragason, Árbakki/Hestvit, Glymur frá Flekkudal   7.14
3     Teitur Árnason, Árbakki/Hestvit, Þulur frá Hólum   6.98
4     Lena Zielinski, Lýsi, Andrá frá Dalbæ   6.74
5     Eyjólfur Þorsteinsson, Málning, Ögri frá Baldurshaga   6.74
6     Hulda Gústafsdóttir, Árbakki/Hestvit, Sámur frá Litlu-Brekku   6.52

B-úrslit:

  Sæti     Keppandi
1     Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, Stakkur frá Halldórsstöðum  7
2     Þórdís Gunnarsdóttir, Auðsholtshjáleiga, Hreggviður frá
Auðsholtshjáleigu  6.93
3     Halldór Guðjónsson, Lýsi, Greifi frá Holtsmúla 1  6.57
4     Guðmundur Björgvinsson, Top Reiter, Þytur frá Neðra-Seli  6.45
5     Sigurður Vignir Matthíasson, Málning, Birtingur frá Selá  1.67

Niðurstöður úr forkeppni:

  Sæti     Keppandi
1     Hinrik Bragason, Árbakki/Hestvit, Glymur frá Flekkudal  6.9
2     Teitur Árnason, Árbakki/Hestvit, Þulur frá Hólum  6.77
3     Eyjólfur Þorsteinsson, Málning, Ögri frá Baldurshaga  6.7
4     Lena Zielinski, Lýsi, Andrá frá Dalbæ  6.6
5     Hulda Gústafsdóttir, Árbakki/Hestvit, Sámur frá Litlu-Brekku  6.57
6     Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, Stakkur frá Halldórsstöðum  6.53
7     Guðmundur Björgvinsson, Top Reiter, Þytur frá Neðra-Seli  6.5
8     Þórdís Gunnarsdóttir, Auðsholtshjáleiga, Hreggviður frá
Auðsholtshjáleigu  6.5
9     Sigurður Vignir Matthíasson, Málning, Birtingur frá Selá  6.5
10     Halldór Guðjónsson, Lýsi, Greifi frá Holtsmúla 1  6.47
11     Viðar Ingólfsson, Frumherji, Segull frá Mið-Fossum 2  6.4
12     Jakob Svavar Sigurðsson, Frumherji, Vörður frá Árbæ  6.37
13     Sigurður Sigurðarson, Lýsi, Haukur frá Ytra-Skörðugili II  6.37
14     Bylgja Gauksdóttir, Auðsholtshjáleiga, Leiftur frá Búðardal  6.3
15     Elvar Þormarsson, Top Reiter, Skuggi frá Strandarhjáleigu  6.27
16     Þorvaldur Árni Þorvaldsson, Top Reiter, Freyþór frá Hvoli  6.23
17     Valdimar Bergstað, Málning, Dröfn frá Akurgerði  6.07
18     Ævar Örn Guðjónsson, Lífland, Pandóra frá Hemlu  5.9
19     Ólafur Ásgeirsson, Frumherji, Dama frá Flugumýri II  5.83
20     Artemisia Bertus, Auðsholtshjáleiga, Hugsun frá Vatnsenda  5.67
21     Ragnar Tómasson, Lífland, Þór frá Skollagróf  5.5





Sæti    Nafn    Lið    Samtals
1    Sigurbjörn Bárðarson    Lífland    31
2    Eyjólfur Þorsteinsson    Málning    25,5
3    Hulda Gústafsdóttir    Árbakki / Hestvit    25
4    Viðar Ingólfsson    Frumherji    24
5    Sigurður Sigurðarson    Lýsi    23
6    Jakob S. Sigurðsson    Frumherji    22
7    Hinrik Bragason    Árbakki / Hestvit    20
8    Þórdís Erla Gunnarsdóttir    Auðsholtshjáleiga    19,5
9    Lena Zielinski    Lýsi    18,5
10    Sigurður V. Matthíasson    Málning    13
11    Árni Björn Pálsson    Lífland    12
12    Valdimar Bergstað    Málning    10,5
13    Þorvaldur Árni Þorvaldsson    Top Reiter    10
14 - 16    Ragnar Tómasson    Lífland    8
14 - 16    Halldór Guðjónsson    Lýsi    8
14 - 16    Teitur Árnason    Árbakki / Hestvit    8
17    Guðmundur Björgvinsson    Top Reiter    7
18    Artemisia Bertus    Auðsholtshjáleiga    5


Sæti    Lið    Samtals
1    Málning    197
2    Árbakki/Hestvit    187,5
3    Lýsi    181
4    Frumherji    170
5    Lífland    154
5    Auðsholtshjáleiga    148,5
7    Top Reiter    116