Sigurður Matthíassson valinn í landslið Íslands fyrir NM2010

08.06.2010
Guðmundur Björgvinsson og Vár frá Vestra-Fíflholti. Mynd:Jens Einarsson.
Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum hefur valið einn knapa í viðbót fyrir Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem haldið verður í Ypäjä í Finnlandi 4. – 8.ágúst 2010. Páll Bragi Hólmarsson liðstjóri íslenska landsliðsins í hestaíþróttum hefur valið einn knapa í viðbót fyrir Norðurlandamótið í hestaíþróttum sem haldið verður í Ypäjä í Finnlandi 4. – 8.ágúst 2010. Það er enginn annar en Sigurður Vignir Matthíasson og hestur hans verður Vár frá Vestra-Fíflholti.
Sigurður er þaulreyndur knapi og Vár hefur staðið ofarlega á mótum hérlendis undanfarin ár í fimmgangsgreinum undir stjórn Guðmundar Björgvinssonar.
Þeir Sigurður og Vár verða án efa mjög sterkir saman í fimmgangsgreinum á NM2010.

Heimasíða Norðurlandamótsins er www.nc2010.fi