Sigurður og Hörður efstir í slaktaumatölti

16.07.2009
Í dag var keppt í slaktaumatölti á Íslandsmóti í hestaíþróttum. Það er Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti II sem leiðir keppnina með 7,90 í einkunn. Í dag var keppt í slaktaumatölti á Íslandsmóti í hestaíþróttum. Það er Sigurður Sigurðarson á Herði frá Eskiholti II sem leiðir keppnina með 7,90 í einkunn.

Annar er Eyjólfur Þorsteinsson á Ósk frá Þingnesi með einkunnina 7,87. Eyjólfur er jafnframt þriðji á Ögra frá Baldurshaga með einkunnina 7,43. Fjórða er síðan Hulda Gústafsdóttir á Völsungi frá Reykjavík og fimmta er Þórdís Erla Gunnarsdóttir á Ösp frá Enni með einkunnina 7,07. Þar sem Eyjólfur er með tvo hesta í úrslitum kemur sjötti knapi inn í úrslit og er það Artemisa Bertus á Gulltoppi frá Þjóðólfshaga 1 með einkunnina 7,93.

Meðfylgjandi eru úrslitin í slaktaumatölti.

  Sæti    Keppandi
1    Sigurður Sigurðarson   / Hörður frá Eskiholti II 7,90  
2    Eyjólfur Þorsteinsson   / Ósk frá Þingnesi 7,87  
3    Eyjólfur Þorsteinsson   / Ögri frá Baldurshaga 7,43  
4    Hulda Gústafsdóttir   / Völsungur frá Reykjavík 7,40  
5    Þórdís Gunnarsdóttir   / Ösp frá Enni 7,07  
6    Artemisia Bertus   / Gulltoppur frá Þjóðólfshaga 1 6,93  
7    Sigurður Vignir Matthíasson   / Skúmur frá Kvíarhóli 6,90  
8    Mette Mannseth   / Háttur frá Þúfum 6,63  
9    Friðrik Már Sigurðsson   / Dagur frá Hjaltastaðahvammi 6,47  
10    Svanhvít Kristjánsdóttir   / Kjarkur frá Ingólfshvoli 6,43  
11    Líney María Hjálmarsdóttir   / Vaðall frá Íbishóli 6,07  
12    Birgir Árnason   / Hrönn frá Yzta-Gerði 5,93  
13    Jón Björnsson   / Birtingur frá Múlakoti 5,77