Sigurvilji komin í bíó um land allt

14.02.2025

Sigurvilji, heimildamynd um Sigurbjörn Bárðarson tamningameistara og landsliðsþjálfara, er komin í kvikmyndahús um nær allt land. Sigurvilji var frumsýnd í Laugarásbíói sl laugardag fyrir fullum sal. Mikil stemning var meðal frumsýningargesta og eftirvæntingin mikil að sögn forsvarsmanna myndarinnar. Halla Tómasdóttir forseti og Björn Skúlason eiginmaður forseta voru meðal frumsýningargesta.

Sýningar eru hafnar í Laugarásbíói og Bíóhúsinu á Selfossi. Einnig er myndin væntanleg í Sambíóin Akureyri og Króksbíó Sauðárkróki. Takmarkaðar sýningar í boði.

 

Sigurvilji varpar ljósi á mikinn sigurvegara, dýravin og baráttumann sem hefur áratugum saman verið í fremstu röð af eigin verðleikum. Sigurbjörn er einn verðlaunaðasti íþróttamaður Íslandssögunnar. Hann hóf ferilinn ungur með tvær hendur tómar en var fljótur að læra af hestamönnum og bílabröskurum hvernig hann ætti að ná árangri og komast á toppinn.

Skóla- og æskulýðsfélög geta haft samband, vegna hópferða, með því að senda póst á heklafilms@heklafilms.is

 

Nánari upplýsingar á síðu Hekla Films:

https://www.facebook.com/profile.php?id=61571334835036