Sjálfboðaliðar á Landsmóti

11.03.2024

Án óeigingjarns starfs sjálfboðaliða er ekki hægt að halda Landsmót. Til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til Landsmóts þurfum við öflugan hóp sjálfboðaliða sem eru tilbúnir að leggja sitt á vogarskálarnar til að gera upplifun keppenda og gesta sem eftirminnilegasta.

Þá er sjálfboðavinnan skemmtilegur vettvangur fyrir þá sem vilja kynnast öðru áhugafólki um hestamennsku og starfa í skemmtilegum fjölþjóðlegum hópi.

Sjálfboðaliðar fá ókeypis aðgang að Landsmóti, ókeypis aðgang að tjaldsvæði, fæði á meðan vöktum stendur og varning merktan Landsmóti.

Nánari upplýsingar um sjálfboðaliðana er að finna hér:

https://www.landsmot.is/is/landsmot/vidburdurinn/sjalfbodalidar