Skeiðmót Meistaradeildarinnar á laugardaginn

30.03.2017
Flosi og Sigurbjörn.

Á laugardaginn fer skeiðmót Meistaradeildar Cintamani í hestaíþróttum fram. Mótið verður haldið á Brávöllum á Selfossi en Skeiðfélagið mun sjá um framkvæmd mótsins. Keppt verður í 150m. skeiði og gæðingaskeiði.

Eins og venja er verður frítt inn á mótið svo við hvetjum alla til að fjölmenna á Selfoss næsta laugardag kl. 13:00 til að sjá hröðustu hesta landsins í fyrstu kappreiðum ársins.