Skeiðmót - úrslit

13.04.2010
Sigurbjörn fagnar sigri í 150m skeiði. Mynd: meistaradeildvis.is
Í gær fór fram Skeiðmót Meistaradeildar VÍS, á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Keppt var í 150m skeiði og gæðingaskeiði. Þetta var næst síðasta mótið í mótaröð deildarinnar en lokamótið fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl, í Ölfushöllinni en þá verður keppt í tölti og fljúgandi skeiði í gegnum höllina. Í gær fór fram Skeiðmót Meistaradeildar VÍS, á félagssvæði Sörla í Hafnarfirði. Keppt var í 150m skeiði og gæðingaskeiði. Þetta var næst síðasta mótið í mótaröð deildarinnar en lokamótið fer fram á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 22. apríl, í Ölfushöllinni en þá verður keppt í tölti og fljúgandi skeiði í gegnum höllina. Fyrri grein mótsins var 150m skeið og var það gamli refurinn Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, sem bar sigur úr býtum á Óðni frá Búðardal. Þeir félagar tryggðu sér sæti beint í úrslitasprettinum með tímanum 14,80 í forkeppni. Annar liðsmaður úr liði Líflands, Ævar Örn Guðjónsson, á Blossa frá Skammbeinsstöðum 1 tryggði sér einnig sæti beint í úrslitum en þeir fóru á tímanum 14,83. Keppendur í sætum 3 - 10 þurftu síðan að berjast um tvö laus sæti í úrslitasprettinum. Þau sæti komu í hlut þeirra Teits Árnasonar, Árbakki/Hestvit, á Veigari frá Varmalæk og Elvars Þormarssonar, Top Reiter, á Álmu frá Álftárósi.

Í úrslitasprettinum innsigluðu Sigurbjörn og Óðinn sigurinn og runnu sprettinn á tímanum 15,07. Ævar Örn og Blossi urðu í öðru sæti á tímanum
15,15 og Teitur og Veigar í því þriðja á tímanum 15,16, en Álma lá ekki hjá Elvari og lentu þau í fjórða sæti.

Að 150m skeiðinu loknu hófst keppni í gæðingaskeiði og var sú keppni æsispennandi.Það voru þeir Sigurður Sigurðarson, Lýsi, og Freyðir frá Hafssteinsstöðum sem tryggðu sér sigurinn í kvöld með einkunnina 7,88.
Annar með einkunnina 7,67 varð Sigurður Vignir Matthíasson, Málning, á Birtingi frá Selá með einkunnina 7,67 og þriðji varð Guðmundur Björgvinsson, Top Reiter, á Gjálp frá Ytra-Dalsgerði með einkunnina 7,63.

Margir flottir sprettir litu dagsins ljós í gæðingaskeiðinu í kvöld bæði hjá margreyndum hestum í greininni og nýgræðingum. Gaman verður að fylgjast með þessari grein áfram í sumar.

Með sigri sínum í 150m skeiði og fjórða sæti í gæðingaskeiði hefur Sigurbjörn Bárðarson, Lífland, heldur betur styrkt stöðu sína á toppnum í einstaklingskeppninni. Hann er nú kominn með 50 stig og er ekki hægt að segja annað en að hann sé kominn með aðra hendi á sigur annað árið í röð.

Baráttan um næstu sæti á eftir er mun opnari og eiga margir knapar möguleika á silfri og bronsi í einstaklingskeppninni. Sigurður Sigurðarson, Lýsi, er kominn upp í annað sæti eftir sigur í gæðingaskeiði með 35 stig og Eyjólfur Þorsteinsson, Málning er í því þriðja með 30,5 stig.

Eftir kvöldið í kvöld náði lið Málningar að auka örlítið forskot sitt á hin liðin. En liðið stendur enn á toppnum og nú með 268,5 stig. Í öðru sæti er lið Árbakka/Hestvits með 254 stig og á hæla þeirra er lið Frumherja með 252 stig.

Hér að neðan eru niðurstöður kvöldsins.

150m skeið úrslitasprettur:

Sæti Knapi Lið Hestur Úrslit
1 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Óðinn frá Búðardal 15.07
2 Ævar Örn Guðjónsson Lífland Blossi frá Skammbeinsstöðum 1 15.15
3 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Vorboði frá Höfða 15.16
4 Teitur Árnason Árbakki/Hestvit Veigar frá Varmalæk 0

150m skeið milliriðlar:

Sæti Knapi Lið Hestur Tími
3 Elvar Þormarsson Top Reiter Álma frá Álftárósi 15.38 15.13
4 Teitur Árnason Árbakki/Hestvit Veigar frá Varmalæk 15.27 15.25
5 Jakob S Sigurðsson Frumherji Funi frá Hofi 15.66 15.29
6 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Vorboði frá Höfða 15.12 0
7 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Lilja frá Dalbæ 15.36 0
8 Halldór Guðjónsson Lýsi Skemill frá Dalvík 15.39 0
9 Hinrik Bragason Árbakki/Hestvit Tumi frá Borgarhóli 15.48 0 10 Viðar Ingólfsson Frumherji Ákafi frá Lækjarmóti 15.64 0

150m skeið forkeppni:

Sæti Knapi Lið Hestur Tími
1 Sigurbjörn Bárðarson Lífland Óðinn frá Búðardal 14.80
2 Ævar Örn Guðjónsson Lífland Blossi frá Skammbeinsstöðum 1 14.83
3 Eyjólfur Þorsteinsson Málning Vorboði frá Höfða 15.12
4 Teitur Árnason Árbakki/Hestvit Veigar frá Varmalæk 15.27
5 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Auðsholtshjáleiga Lilja frá Dalbæ 15.36
6 Elvar Þormarsson Top Reiter Álma frá Álftárósi 15.38
7 Halldór Guðjónsson Lýsi Skemill frá Dalvík 15.39
8 Hinrik Bragason Árbakki/Hestvit Tumi frá Borgarhóli 15.48
9 Viðar Ingólfsson Frumherji Ákafi frá Lækjarmóti 15.64 10 Jakob S Sigurðsson Frumherji Funi frá Hofi 15.66
11 Sigurður Óli Kristinsson Frumherji Gletta frá Fákshólum 15.70
12 Valdimar Bergstað Málning Glaumur frá Torfufelli 15.95
13 Sigurður V Matthíasson Málning Losti II frá Norður-Hvammi 16.08
14 Ragnar Tómasson Lífland Gríður frá Kirkjubæ 16.15
15 Guðmundur Björgvinsson Top Reiter Gjálp frá Ytra-Dalsgerði 16.26
16 Sigurður Sigurðarson Lýsi Spá frá Skíðbakka 1 16.61
17 Artemisia Bertus Auðsholtshjáleiga Ársól frá Bakkakoti 16.89
18 Lena Zielinski Lýsi Mylla frá Flögu 17.91
19 Hulda Gústasdóttir Árbakki/Hestvit Saga frá Lynghaga 18.25 20 Bylgja Gauksdóttir Auðsholtshjáleiga Blær frá Eyjarhólum 0.00
21 Þorvaldur Árni Þorvaldsson Top Reiter Kjarri frá Steinnesi 0.00