Skipaður tilsjónarmaður Hólaskóla

16.01.2009
Gísli Sverrir Árnason hefur verið ráðinn tilsjónarmaður Hólaskóla. Skólinn hefur verið rekinn með halla í mörg ár og fékk ekki leiðréttingu á fjárlögum eins og reiknað var með. Unnið er að því að greina stöðuna og gera rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár.Gísli Sverrir Árnason hefur verið ráðinn tilsjónarmaður Hólaskóla. Skólinn hefur verið rekinn með halla í mörg ár og fékk ekki leiðréttingu á fjárlögum eins og reiknað var með. Unnið er að því að greina stöðuna og gera rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár. Gísli Sverrir Árnason hefur verið ráðinn tilsjónarmaður Hólaskóla. Skólinn hefur verið rekinn með halla í mörg ár og fékk ekki leiðréttingu á fjárlögum eins og reiknað var með. Unnið er að því að greina stöðuna og gera rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár.

Gísli Sverrir hefur mikla reynslu af rekstri stærri stofnana. Hann sat í bæjarstjórn Hornafjarðar í tólf ár, þar af forseti bæjarstjórnar í átta ár. Hann var einnig forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar. Gísli Sverrir á og rekur fyrirtækið R3 Ráðgjöf í Reykjavík ásamt Garðari Jónssyni. Þeir hafa unnið ýmis konar stjórnsýsluverkefni fyrir ríki og sveitarfélög.

Gísli Sverrir segir að í dag muni hann leggja fyrir menntamálaráðherra drög að rekstrarstöðu skólans eins og hún er í dag, miðað við síðustu áramót. Fyrir janúarlok muni hann svo skila rekstraráætlun fyrir yfirstandandi ár. R3 muni svo fylgjast með að rekstur skólans sé innan þess ramma, allt þar til skólinn verður að sjálfseignastofnun þann 1. júlí í sumar.