Skoðunarferð um Berlín með VitaSport á HM

22.03.2019

VitaSport býður upp á spennandi skoðunarferð um Berlín í tengslum við Heimsmeistarmót Íslenska hestsins í sumar.

ÞEKKTUSTU STAÐIR BORGARINNAR
Farið er með rútu frá hótelinu. Ekið er fram hjá helstu kennileitum borgarinnar (t.d. Brandenburgarhliðinu, þinghúsinu, sigursúlunni, Gedächniskirche, Tempelhof flugvöllinn, Berlínarmúrnum o.fl.), sagt frá þeim og þau tengd við margbrotna sögu borgarinnar. Berlín er stór en við fáum fína yfirsýn yfir borgina í þessarri skemmtilegu ferð.
Farið er um mörg af hverfum Berlínar bæði þau sem tilheyrðu gömlu austur Berlín og einnig vestur Berlín. Stoppað er tvisvar í ferðinni þar sem gestum gefst kostur á að fara út og skoða nánar þau minnismerki sem stoppað er við.

Fararstjórinn er íslenskur, þekkir borgina vel og er fróður um hvar best er að versla og þess háttar.
Þessi ferð að öllu jöfnu um 3 klst en getur orðið lengri sé umferðin erfið. Sala á léttum drykkjum um borð í rútunni.

VERÐ Á MANN
Ferðin kostar 5500 krónur og bókast hjá Vita á netfangið sport@vita.is