Skráning á Gæðingamót Harðar

30.05.2011
Skráning á Gæðingamót Harðar/Úrtöku fyrir landsmót, sem verður haldið helgina 3.-5. júní, fer fram þriðjudaginn 31.maí frá klukkan 19:00-21:00 í Harðarbóli. Skráning á Gæðingamót Harðar/Úrtöku fyrir landsmót, sem verður haldið helgina 3.-5. júní, fer fram þriðjudaginn 31.maí frá klukkan 19:00-21:00 í Harðarbóli.

Einnig er hægt að skrá í síma 566-8282 á sama tíma með því að gefa upp kortanúmer til greiðslu skráningargjalda. Fólk er vinsamlegast beðið um að hafa kennitölur keppenda og ISnúmer hestanna klár. 

Allar skráningar kosta 3500 kr nema í pollaflokkana þar er skráningargjaldið 2000 kr. Aðeins verður tekið við skráningum frá skuldlausum Harðarfélögum.

Skráð verður í eftirfarandi flokka:
Pollar teymdir
Pollar tvígangur
Barnaflokk
Unglingaflokk
Ungmennaflokk
B-flokk: áhugamenn og atvinnumenn
A—flokk: áhugamenn og atvinnumenn
Tölt: opinn flokkur
100 m skeið: opinn flokkur
Unghrossakeppni
Einnig verður 150 m skeið og 250 m skeið ef næg þáttaka verður

ATH: Áhugamenn og atvinnumenn (í A- og B-flokki) ríða saman í forkeppni en ríða síðan sér úrslit þ.e. áhugamenn sér og atvinnumenn sér. 

Dagskrá mótsins verður auglýst síðar.

Mótanefnd Harðar