Skráning á Kvennatölt framlengd til miðnættis í kvöld

10.04.2013
Vegna bilunar í skráningarkerfi í gær hefur skráning á Kvennatöltið verið framlengd til miðnættis í kvöld miðvikudag. Góð stemming er fyrir mótinu og skráningar þegar á annað hundrað, en enn er tækifæri fyrir konur til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Keppt er í fjórum flokkum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Vegna bilunar í skráningarkerfi í gær hefur skráning á Kvennatöltið verið framlengd til miðnættis í kvöld miðvikudag. Góð stemming er fyrir mótinu og skráningar þegar á annað hundrað, en enn er tækifæri fyrir konur til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði. Keppt er í fjórum flokkum þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. 

Flokkarnir eru:

  • Byrjendaflokkur T7 (merktur sem „Annað“ í skráningarkerfinu)
  • Minna vanar T3
  • Meira vanar T3
  • Opinn flokkur T3

Allar nánari upplýsingar um flokkaskiptinguna er að finna á Facebook undir viðburðinum Kvennatöltið.
Til að skrá þarf að fara inn á www.sportfengur.com og smella þar á „Skráningarkerfi.“
-Næst smellirðu á Mót.
-Velur hestamannafélagið Fák.
-Fyllir út umbeðnar upplýsingar (ATH. að fylla út öll stjörnumerkt svæði og velja aðildarfélag hests í fellilista.)
-Þar neðst, í "velja atburð" velurðu Kvennatöltið.
-Svo hakarðu við þinn keppnisflokk (Ath. Byrjendaflokkur velur "Annað") og velur upp á hvora hönd þú vilt byrja.
-Smellir svo á "setja í körfu."
-Ef þú ætlar að skrá fleiri hesta heldurðu áfram að skrá á sama hátt í næsta glugga.
-Þegar þú hefur skráð þig og þinn hest eða hesta og ætlar ekki að skrá fleiri, þá smellirðu á "Vörukarfa" uppi í horninu hægra megin
-Ferð yfir skráningu þína og smellir á "Áfram" ef allt er rétt.
-Næst er að fylla inn upplýsingar um greiðanda.
-Ferð yfir pöntun þína og skilmála, muna að haka við "samþykki skilmála."
ATH. EINGÖNGU ER TEKIÐ VIÐ GREIÐSLU MEÐ KORTUM - notið þann lið.
-Þá kemurðu næst inn á greiðslusvæði kreditkorta og fyllir inn upplýsingar þar og smellir á "Greiða núna."
-Kvittun mun berast á skráð netfang - passið að fara vel yfir netföng svo þau séu rétt!
-Skráning er ekki staðfest nema greiðsla hafi borist.

Í byrjendaflokki er sýnt hægt tölt og tölt á frjálsri ferð – ekkert snúið við.
Í hinum þremur flokkunum er sýnt hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og greitt tölt.
Þulur stýrir öllum flokkum og leitast er við að skapa þægilega og skemmtilega stemingu þar sem öllum líður vel á vellinum.

Hvetjum allar konur til að vera með á þessu skemmtilega móti. A og B úrslit í öllum flokkum, glæsilegasta parið í hverjum flokki valið og verðlaunað og allur ágóði rennur til góðgerðarmála.

Aðalstyrktaraðilar mótsins eru Mustad og Topreiter.