Skráning á Reykjavíkurmót

24.04.2012
Skráning á Reykjavíkurmót Fáks verður í kvöld í Reiðhöllinni milli 19-21. Skráning á Reykjavíkurmót Fáks verður í kvöld í Reiðhöllinni milli 19-21.
Nú styttist í opna WR* Reykjavíkurmót Fáks en það fer fram í Víðidalnum dagana 3.-6.maí næstkomandi.
Keppt verður í eftirtöldum flokkum ef næg þátttaka fæst, að öðrum kosti áskilur mótanefnd sér rétt til að fella niður eða sameina einstaka flokka. B-úrslit verða riðin í þeim flokkum sem ná 20 eða fleiri skráningum:
•    Barnaflokkur: 4g, tölt
•    Unglingaflokkur: 4g, 5g, tölt, slaktaumatölt og gæðingaskeið
•    Ungmennaflokkur: 4g, 5g, tölt, slaktaumatölt og gæðingaskeið
•    2.flokkur: 4g, 5g, tölt
•    1.flokkur: 4g, 5g, tölt, slaktaumatölt og gæðingaskeið
•    Meistaraflokkur: 4g, 5g, tölt, slaktaumatölt og gæðingaskeið
•    100 m skeið

Skráning
Skráning fer fram í Reiðhöllinni þriðjudaginn 24.apríl milli kl. 19:00 og 21:00. Hægt er að mæta á staðinn eða hringja í eitthvað af neðantöldum símanúmerum. Einnig verður hægt að skrá með því að senda tölvupóst á netfangið hilda@fakur.is, gegn því að allar upplýsingar komi fram ásamt kortanúmeri og símanúmeri viðkomandi, fram til kl. 23:59 á þriðjudaginn 24.apríl. Eftir það verður ekki undir neinum kringumstæðum tekið við skráningum og skráningar sem berast eftir auglýstan frest álitnar ógildar.
•    567 0100 - Vodafone
•    567 2166 - Vodafone
•    898 8445 - Vodafone
•    897 4467 - Síminn
•    864 0505 - Síminn
•    697 3630 - Nova

Gjöld eru sem hér segir:
•    Skráning per grein fullorðnir og ungmenni - kr. 5.000 (skuldlausir Fáksfélagar kr. 4.000)
•    Skráning per grein börn og unglingar, skeið - kr. 3.500 (skuldlausir Fáksfélagar kr. 2.500)
•    Breytingagjald eftir að skráningu lýkur – kr. 1.000