Skráning á Svellkaldar konur 1.-4. mars nk.

24.02.2011
Hið vinsæla ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ verður haldið í skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík laugardaginn 12. mars nk. Boðið verður upp á keppni í þremur flokkum: Hið vinsæla ístöltsmót kvenna „Svellkaldar konur“ verður haldið í skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík laugardaginn 12. mars nk. Boðið verður upp á keppni í þremur flokkum:

1. Opinn flokkur: Ætlaður vönum knöpum. Konur sem unnið hafa til verðlauna í keppnum eru hvattar að skrá sig í þennan flokk. Þessi flokkur er þó opinn hverjum þeim sem vill skrá sig í hann, burtséð frá reynslu.

2. Meira keppnisvanar: Ætlaður konum sem hafa keppnisreynslu.

3. Minna vanar: Ætlaður konum sem eru að stíga sín fyrstu skref í keppni eða hafa mjög litla keppnisreynslu.

Aldurstakmark er 18 ár, miðað við ungmennaflokkinn.

Hafi keppandi sigraði í einhverjum styrkleikaflokki á Svellköldum áður verður viðkomandi að færa sig upp um flokk. Það sama á við um keppendur sem hafa þrisvar sinnum eða oftar komist í A-úrslit í tilteknum styrkleikaflokki, þeir skulu færa sig upp.

Hver keppandi má einungis skrá einn hest til leiks, en fyllist ekki þau hundrað pláss sem í boði eru mun mótsstjórn ákvarða hvernig þeim sem eftir standa verður úthlutað. Eingöngu 100 pláss eru í boði og gildir lögmálið „fyrstir skrá – fyrstir fá.“

Í 3. flokki er sýnt hægt tölt og svo fegurðartölt, en í hinum flokkunum er sýnt hægt tölt, tölt með hraðabreytingum og fegurðartölt. Eingöngu er riðið upp á vinstri hönd og ekkert snúið við.
Keppendur eru hvattir til að sýna metnað við val á flokki og bent er á að þegar talað er um keppnisreynslu í þessu samhengi er átt við alls konar keppni, ekki bara keppni á ís.

Skráning mun fara fram dagana 1.-4. mars á vefnum http://www.gustarar.is/.  Eingöngu verður skráð á vefnum og þarf að ganga frá greiðslu skráningargjalda með greiðslukorti um leið. Skráningargjald kr. 4.500.-

Glæsileg verðlaun í boði og fleira skemmtilegt! Við munum halda áfram að kynna mótið á næstu vikum svo fylgist með á vefmiðlum hestamanna.

Allur ágóði af mótinu mun renna til landsliðsins í hestaíþróttum. Mótið er opið og allar konur 18 ára og eldri eru velkomnar til leiks! Takið daginn frá!