Skráning ekki gild

10.05.2011
Vegna mikilla óþæginda fyrir knapa og starfsmenn sýninga hefur verið ákveðið að ekki verður hægt að skrá stóðhesta til kynbótasýningar nema reglum varðandi DNA, blóð og röntgenmyndir hafi verið fylgt. Vegna mikilla óþæginda fyrir knapa og starfsmenn sýninga hefur verið ákveðið að ekki verður hægt að skrá stóðhesta til kynbótasýningar nema reglum varðandi DNA, blóð og röntgenmyndir hafi verið fylgt. Allar upplýsingar þurfa að liggja fyrir í WF áður en stóðhestur er skráður til sýningar. Hér fyrir neðan má sjá reglur varðandi þessi mál.
• Úr öllum stóðhestum fimm vetra eða eldri þarf að hafa verið tekið blóðsýni.
• Allir stóðhestar sem kom til kynbótadóms skulu vera DNA-greindir svo og foreldrar þeirra.
• Í því skyni að draga úr tíðni spatts skal röntgenmynda alla stóðhesta sem náð hafa fimm vetra aldri og koma til dóms á kynbótasýningum. Röntgenmyndirnar er heimilt að taka af hestunum á því ári sem þeim aldri verður náð.

Búnaðarsamband Suðurlands