Skráning er góð á Gullmótið og Úrtöku fyrir HM

08.06.2011
Nokkrar stórstjörnur hafa þegar skráð sig í Úrtökuna fyrir HM þar má nefna Hinrik Bragason með Glym, Huldu Gústafsdóttir með Kjuða, Eyjólf Þorsteinsson með Ósk, Olil Amble með Kraflar, Sigurður Vignir Matthíasson með Birting, Edda Rún Ragnarsson með Hreim, Árna Björn Pálsson með Aris, Guðmundur Björgvins með Gjálp og Sigurður Sigurðarson með Freyðir svo einhverjir séu nefndir. Nokkrar stórstjörnur hafa þegar skráð sig í Úrtökuna fyrir HM þar má nefna Hinrik Bragason með Glym, Huldu Gústafsdóttir með Kjuða, Eyjólf Þorsteinsson með Ósk, Olil Amble með Kraflar, Sigurður Vignir Matthíasson með Birting, Edda Rún Ragnarsson með Hreim, Árna Björn Pálsson með Aris, Guðmundur Björgvins með Gjálp og Sigurður Sigurðarson með Freyðir svo einhverjir séu nefndir. Í Ungmennaflokk hafa skráð sig Teitur Árnason með Þul, Hekla K Kristinsdóttir með Gautrek, Ragnar Tómasson með Sleipnir, Vigdís Matthíasdóttir með Stíg, Julía Lindmark með Kall, Arnar Logi með Frama, Óskar Sæberg með Krapa og Sigurður Rúnar með Gletting svo einhverjir séu nefndir.
 
Gullmótsnefndin hefur ákveðið að framlengja skráningu til fimmtudags 9 júní til kl.22:00  vegna fjölda áskoruna knapa þar sem mikill fjöldi er við sýninga á kynbóta hrossum.
 
Hvetjum knapa til að skrá sig fyrir þann tíma þetta er síðasta íþróttamót fyrir Íslandsmót fullorðina einnig hvetjum við unglinga og ungmenni til að skrá sig þar sem þetta er síðasta mót fyrir Landsmót, glæsileg umgjörð verður á mótinu og lofum við skemmtilegu móti og góðri stemmningu.