Skráning fyrir úrtökumót HM2011 og Gullmótið

06.06.2011
Gullmótið og Úrtaka fyrir HM, skráning er 7 júni frá 18:00 – 22:00. Tekið verður á móti skráningum í símum 893-3559, 692-7779, 894-6611 og 587-7565. Gullmótið og Úrtaka fyrir HM, skráning er 7 júni frá 18:00 – 22:00. Tekið verður á móti skráningum í símum 893-3559, 692-7779, 894-6611 og 587-7565.

Við skráningu þarf að hafa nafn og kennitölu knapa, IS- númer, nafn og uppruna hests, í hvaða flokk á að skrá og kortanúmer fyrir skráningargjöldum. Verð fyrir hverja skráningu er kr. 5.000,-. Úrtökuhestar fyrir HM skal taka sérstaklega fram við skráningu. Skráningargjald er kr. 10.000.- sjá nánari upplýsingar í lykli inn á heimasíðu LH www.lhhestar.is

Gullmótið er ætlað þeim allra sterkustu. Það er skylda að knapi og hestur eigi eina af 25 hæstu einkunum fyrir keppnistímabilið 2010-2011, Mótanefnd áskilur sér þann rétt að hafna skráningu ef einkunn er ekki í samræmi við kröfur.

Markmið mótsins er að sýna þá allra bestu hesta og knapa sem völ er á rétt fyrir Landsmót, sigurvegarar frá 2010 er boðið sérstaklega á mótið til að reyna að verja sinn titil.