Skráning hafin á Svellkaldar konur

01.03.2011
O. Johnson og Kaaber, umboðsaðilar Mustad á Íslandi, hafa gefið glæsilega farandgripi til mótsins og mun sigurvegari í hverjum flokki hampa ísfjöðrinni ásamt fleiri veglegum verðlaunum.
 Skráning á ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" fer fram á Gustsvefnum, www.gustarar.is og hófst hún á miðnætti. Til að skrá þarf að smella á liðinn "Skráning" að ofan á síðunni og þá opnast skráningarform.  Skráning á ístöltsmót kvenna "Svellkaldar konur" fer fram á Gustsvefnum, www.gustarar.is og hófst hún á miðnætti. Til að skrá þarf að smella á liðinn "Skráning" að ofan á síðunni og þá opnast skráningarform. Byrja þarf á því að skrá inn kennitölu keppanda til að opna skráninguna.
Til að skrá þarf að vera með kt. knapa og IS nr. hests. Ganga verður frá greiðslu með greiðslukorti um leið og skráð er - skráning er ekki staðfest nema hún sé greidd. Kvittun á tölvupósti staðfestir móttöku greiðslu.
Aðeins má skrá einn hest á hverja konu.
Hafi knapi sigrað einhvern flokk á mótinu áður skal hún færast upp um flokk.
Hafi knapi komist þrisvar í A-úrslit í ákveðnum flokki skal hún færast upp um flokk.

Skráning stendur til miðnættis 4. mars. Aðeins 100 pláss eru í boði, fyllist þau ekki mun mótsstjórn ákvarða hvernig þeim verður úthlutað.
Leiðréttingar og breytingar á skráningu skulu sendast á netfangið skjoni@simnet.is hið allra fyrsta.