Smyril Line Cargo fimmgangur

02.03.2016

Ráslisti fyrir Smyril Line Cargo fimmgangurinn í Gluggar og Gler deildinni

Allir að mæta í Sprettshöllina fimmtudag 3 mars – keppni hefst kl 19:00

Eftir velheppnuð tvo mót í deildinni er komið að fimmganginum í Gluggar og Glerdeildinni.  Fimmgangurinn í fyrra var æsispennandi enda voru margir knapar deildarinnar að stíga sín fyrstu skref í keppni í fimmgangi.

Æfingar hafa gengið vel og á ráslistanum má sjá marga nýja hesta.

Í fyrra voru það Þórunn Hannesdóttir og Austri frá Flagbjarnarholti sem stóðu uppi sem sigurvegarar en í ár mætir Þórunn með Þórey frá Flagbjarnarholti.  Það verður spennandi að sjá hvort við fáum annan Flagbjarnarholtssigur.

Húsið opnar kl. 17:30 og einvala lið Sprettara mun sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði.  Í boði verða m.a. eðalsúpa ala Sprettur, pizzur og margt annað. Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu.

Staðan í stigakeppni deildarinnar er mjög spennandi enda 20 knapar komnir með stig í einstaklingskeppninni.   Jafnar í efsta sæti eru þær Sunna Sigríður í liði kælingar og Rakel Natalie úr liði Vagna og þjónustu með 12 stig. 

Í liðakeppninni er það lið Kælingar sem leiðir með 203 stig og í öðru sæti lið Appelsín með 192 stig.

Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni.  Aðgangur er frír.

Hlökkum til að sjá ykkur

Ráslisti

Hópur Hönd Knapi Hestur Aðildafélag
1 V Hjörleifur Jónsson Blær frá Einhamri 2 Norðurál/Einhamar
1 V Halldór Gunnar Victorsson Íslendingur frá Dalvík Heimahagi
1 V Gunnar Tryggvason Fífa frá Brimilsvöllum Garðatorg/ALP/GÁK
2 H Kristján Gunnar Helgason Snerpa frá Efra-Seli Austurkot/Dimmuborg
2 H Guðmundur Jónsson Lækur frá Hraunbæ Poulsen
2 H Árni Sigfús Birgisson Flögri frá Efra-Hvoli Team Kaldi bar
3 V Játvarður Jökull Ingvarsson Sóldögg frá Brúnum Margrétarhof/Export hestar
3 V Fjölnir Þorgeirsson Framsýn frá Oddhóli Kearckheart/Málning
3 V Sigurður Sigurðsson Vonandi frá Bakkakoti Toyota Selfossi
4 V Guðrún Margrét Valsteinsdóttir Eskill frá Lindarbæ Appelsínliðið
4 V Kolbrún Þórólfsdóttir Spes frá Hjaltastöðum Dalhólar
4 V Þórunn Hannesdóttir Þórey frá Flagbjarnarholti Barki
5 V Ámundi Sigurðsson Sprettur frá Brimilsvöllum Garðatorg/ALP/GÁK
5 V Katrín Sigurðardóttir Þytur frá Neðra-Seli Vagnar og Þjónusta
5 V Ulrika Ramundt Dáð frá Akranesi Dalhólar
6 V Ásgerður Svava Gissurardóttir Vornótt frá Presthúsum II Appelsínliðið
6 V Sigurður Breiðfjörð Sigurðsson Aragon frá Hvammi Kearckheart/Málning
6 V Arnar Bjarnason Blika frá Grænhólum Austurkot/Dimmuborg
7 V Sigurður V. Ragnarsson Djörfung frá Skúfslæk Kæling
7 V Ari Björn Thorarensen Kerfill frá Dalbæ Poulsen
7 V Leó Hauksson Týpa frá Vorsabæ II Margrétarhof/Export hestar
8 V Viggó Sigursteinsson Sproti frá Borg Kæling
8 V Sigurlaugur G. Gíslason Álvar frá Hrygg Austurkot/Dimmuborg
8 V Aníta Lára Ólafsdóttir Sleipnir frá Runnum Garðatorg/ALP/GÁK
9 H Saga Steinþórsdóttir Dimmir frá Álfhólum Mustad liðið
9 H Gunnar Sturluson Sögn frá Syðri-Úlfsstöðum Poulsen
9 H María Hlín Eggertsdóttir Edda frá Smáratúni Norðurál/Einhamar
10 V Þorvarður Friðbjörnsson Barón frá Mosfellsbæ Margrétarhof/Export hestar
10 V Gunnhildur Sveinbjarnardó Vísir frá Helgatúni Barki
10 V Jón Steinar Konráðsson Bóas frá Skúfslæk Kæling ehf
11 H Jóhann Ólafsson Berglind frá Húsavík Heimahagi
11 H Guðrún Sylvía Pétursdóttir Ari frá Litla-Moshvoli Vagnar og Þjónusta
12 H Ingi Guðmundsson Elliði frá Hrísdal Team Kaldi bar
12 H Rósa Valdimarsdóttir Laufey frá Seljabrekku Mustad liðið
13 V Brynja Viðarsdóttir Vera frá Laugabóli Vagnar og Þjónusta
13 V Ásta F Björnsdóttir Nótt frá Akurgerði Kearckheart/Málning
13 V Birgitta Dröfn Kristinsdóttir Harpa frá Kambi Barki
14 V Sigríður Helga Sigurðardóttir Brjánn frá Akranesi Dalhólar
14 V Valka Jónsdóttir Ársól frá Bakkakoti Norðurál/Einhamar
15 H Þórunn Eggertsdóttir Kúnst frá Vindási Toyota Selfossi
15 H Sigurður Gunnar Markússon Tinna frá Tungu Mustad liðið
15 H Sigurður Grétar Halldórsson Karen frá Hjallanesi 1 Team Kaldi bar
16 H Ragnhildur Loftsdóttir Askur frá Syðri-Reykjum Toyota Selfossi
16 H Gísli Guðjónsson Lukka frá Árbæjarhjáleigu II Appelsínliðið
16 H Stella Björg Kristinsdóttir Dagmar frá Kópavogi Heimahagi