Sögusetur íslenska hestsins

13.08.2010
Gamla hesthúsið á Hólum í Hjaltadal stendur í hjarta Hólastaðar og hýsir nú starfsemi Söguseturs íslenska hestsins.
Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal flytur í nýuppgert húsnæði og opnar fyrsta áfanga af þremur í yfirlitssýningunni, Íslenski hesturinn og vídeó-og ljósmyndasýninguna, Hesturinn í náttúru Íslands, laugardaginn 14. ágúst. Í tilefni af opnuninni verður Sögusetrið opið frá klukkan 18 – 22 um kvöldið. Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal flytur í nýuppgert húsnæði og opnar fyrsta áfanga af þremur í yfirlitssýningunni, Íslenski hesturinn og vídeó-og ljósmyndasýninguna, Hesturinn í náttúru Íslands, laugardaginn 14. ágúst. Í tilefni af opnuninni verður Sögusetrið opið frá klukkan 18 – 22 um kvöldið. Sýningarnar verða opnar til og með 31. ágúst alla daga vikunnar kl. 10-18 og frá og með 1. september kl. 13-16 þriðjudaga – föstudaga og eftir samkomulagi um helgar.

Sögusetur íslenska hestsins er alþjóðleg miðstöð þekkingar og fræðslu um íslenska hestinn; eiginleika, notkun og samfélagsleg áhrif, frá landnámi til nútíma.

Opnunartímar og auglýsingar fyrir lifandi viðburði er að finna á heimasíðu Söguseturs íslenska hestsins www.sogusetur.is