Sól og blíða á Kaldármelum

30.06.2009
Bongóblíða er nú á Kaldármelum og spáin framundan mjög góð
Bongóblíða hefur verið á Kaldármelum í dag, degi áður en mótahald hefst.  Var haft á orði í hópi lykilstarfsmanna á svæðinu að vert væri að gefa frí vegna veðurs í dag!  Því var nú ekki að heilsa en svæðið er farið að taka á sig mótsblæ, fánarstangir, risaskjar og tjöld eru risin og fólk er byrjað að flykkjast á svæðið.     Bongóblíða hefur verið á Kaldármelum í dag, degi áður en mótahald hefst.  Var haft á orði í hópi lykilstarfsmanna á svæðinu að vert væri að gefa frí vegna veðurs í dag!  Því var nú ekki að heilsa en svæðið er farið að taka á sig mótsblæ, fánarstangir, risaskjar og tjöld eru risin og fólk er byrjað að flykkjast á svæðið.     Að sögn mótshaldara er spáin góð og veðurguðirnir ekki alls kostar á því að láta rigna yfir þáttakendur og gesti á meðan móti stendur.  ,,Hér er allt að smella og nú fer einungis að vanta keppnishesta og knapa" segir Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri FM.