Spennandi dagur hafin og sólin að ná yfirhöndinni

02.07.2009
Keppni í barnaflokki hófst á mótsvæðinu á Kaldármelum í morgun og stendur hún til hádegis. Keppni í barnaflokki hófst á mótsvæðinu á Kaldármelum í morgun og stendur hún til hádegis. Það er ávallt gaman að fylgjast með ungum hestamönnum á baki og ekki er laust við að vottur af stolti leynist í einbeittum andlitum barnanna.  Gleði, gríðarleg einbeitni og keppnisskap hefur fleytt mörgum ungum knapanum langt í lífinu.

Á sama tíma og börnin hófu reið í morgun á hringvellinum hófust samtímis dómar á 7 vetra hryssum og eldri á kynbótabraut.

Eftir að dómum á 7 vetra hryssum lýkur hefjast síðan dómar á 4ja vetra stóðhestum.

Að loknu hádegishléi fara stóðhestar 5 vetra og eldri í dóm á kynbótabraut og á sama tíma hefst forkeppni í A flokki á hringvelli.

Í lok dags eða uppúr kl. 18:30 hefjast síðan B-úrslit í B-flokki á hringvelli.

Það er því spennandi dagur framundan á Kaldármelum hjá ungum jafnt sem eldri knöpum á Fjórðungsmóti.  Enda er
það bara svo; að hestamennskan í landinu á sér engin aldurstakmörk.

Hlýtt er í veðri á svæðinu, léttskýjað en sólin virðist vera að ná yfirhöndinni!